Gott kvöld
- Í dag er
Fimmtudagur 28. mars 2024

Q:

Hvernig nýskrái ég mig?

A:

Ef þú hefur ekki nú þegar stofnað þína síðu skráir þú kennitöluna þína undir „Nýskráning“. Fylgdu leiðbeiningunum og þú færð sent notendanafn og lykilorð í tölvupósti þinn nær samstundis. Síðan geturðu skráð þig inn í þjónustugáttina undir „Innskráning“.

Smelltu í svæðin og fylltu inn rétt notendanafn og lykilorð. Smelltu síðan á hnappinn „INNSKRÁ“.

Q:

Hverjir geta fengið aðgang?

A:

Allir einstaklingar geta fengið aðgang að Rafrænni Neytendastofu.

Q:

Ég týndi lykilorðinu mínu!

A:

Ef þú hefur týnt lykilorðinu þínu þá geturðu smellt á „Er lykilorðið týnt?“ tengilinn sem er staðsettur í „Innskráning“ kassanum eða á flipann „Týnt lykilorð'“. Þar gefurðu upp kennitöluna þína og smellir á „Senda“. Nýtt lykilorð verður þá sent á tölvupóstfangið sem þú gafst upp við nýskráningu og geturðu notað þetta nýja lykilorð til að komast inn í kerfið. Mælt er með því að skipta strax um lykilorð eftir að þú ert kominn inn í þjónustugáttina þína.

Q:

Hvað eru „Nafnlausar ábendingar“?

A:

Nafnlausar ábendingar er hægt að senda í þeim tilfellum þar sem nafnleyndar er óskað. Til að senda nafnlausa ábendingu smellirðu á „Senda nafnlausa ábendingu“ í gráa kassanum til hægri á síðunni, velur yfirflokk (og undirflokk ef einhverjir eru) og setur inn texta til skýringa og smellir svo á „Áfram“. Þú færð þá upp yfirlit yfir það sem þú hefur valið/sett inn. Ef upplýsingarnar eru réttar smellirðu á „Senda“. Ábendingin verður þá send Neytendastofu sem meðhöndlar ábendinguna á viðeigandi hátt. Vinsamlegast athugaðu að Neytendastofa getur eingöngu svarað fyrirspurnum frá skráðum notendum þar sem nafnlausar ábendingar eru án allra upplýsinga um sendanda.

Q:

Erindi til kærunefndar

A:

Notkun á þjónustugátt kærunefndar

Velkomin á þitt svæði í rafrænni Neytendastofu.

Til að leggja mál fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa smellir þú á flipann ¿Rafrænar þjónustur¿ og síðan á þeirri síðu ¿Erindi til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa¿. Að því loku birtist þér álitsbeiðni sem fylla þarf vandlega út.
Eftir að þú hefur fyllt út rafræna álitsbeiðni getur þú fylgst með framgangi málsins undir flipanum ¿Erindin mín¿.
Notendasíðan þín í málinu er þrískipt:

  1. ¿Aðgerðir¿: þar getur þú brugðist við eða komið að upplýsingum til nefndarinnar.
  2. ¿Skjöl¿: þar getur þú séð framgang málsins í tímaröð og skoðað gögn málsins.
  3. ¿Tölvupóstur¿: þar eru skráð öll samskipti sem eiga sér stað með tölvupósti um kerfið.
Þú færð ávallt tilkynningu með tölvupósti sé þörf á upplýsingum frá þér vegna málsins og meðferðar þess.


Viðbótargögn

Óski nefndin eftir viðbótargögnum frá þér berast skilaboð í tölvupósti þess efnis. Hægt er að senda nefndinni gögnin í rafrænni Neytendastofu. Það gerir þú á svæðinu ¿aðgerðir¿ með því að smella á ¿samskipti við umsjónaraðila/senda gögn¿ .


Andsvör

Þegar upplýsingar og andsvör hafa borist vegna álitsbeiðninnar getur þú skoðað andsvör gagnaðila á svæðinu ¿skjöl¿ með því að smella á pdf.gif . Sé tilefni til þá getur þú brugðist við andsvörum með því að fara á svæðið ¿aðgerðir¿ og smella á ¿samskipti við umsjónaraðila/senda gögn¿ .


Málsmeðferð lokið

Þegar aðilar málsins hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri sendir nefndin þeim tölvupóst þess efnis að málsmeðferð sé lokið og að álit nefndarinnar muni liggja fyrir innan 8 vikna. Þér berst síðan tölvupóstur frá nefndinni þar sem tilkynnt er um álit nefndarinnar.


Hlutverk kærunefndar

Hlutverk kærunefndar er að fjalla um hvers konar ágreining milli aðilalausafjár-, þjónustu- og neytendakaupa sem varðar réttindi þeirra og skyldur samkvæmt lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup, lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup og lögum nr. 48/2003 um neytendakaup. Um nefndina er fjallað í lögum nr. 87/2006 og reglugerð nr. 766/2006, 28. ágúst 2006.

Nefndin er skipuð af viðskiptaráðherra. Nefndarmenn eru þrír. Einn nefndarmaður er skipaður eftir tilnefningu frá Neytendasamtökum, annar eftir tilnefningu frá Samtökum atvinnulífsins og þann þriðja skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður. Hann skal fullnægja skilyrðum til að vera dómari.

Kostnaður við störf kærunefndar greiðist úr ríkissjóði og er málsmeðferðin því aðilum málsins að kostnaðarlausu. Kostnað við eigin gagnaöflun greiðamálsaðilar.

Álit nefndarinnar eru skrifleg og rökstudd og skulu að jafnaði veitt innan átta vikna frá því að nefndin tók mál til efnislegrar umfjöllunar.

Aðilum lausafjár-, þjónustu- og neytendakaupa, einum eða fleiri, er heimilt en ekki skylt að leita til nefndarinnar með ágreiningsefni sín.

Niðurstöðu nefndarinnar verður ekki skotið til annars stjórnvalds en málsaðilar geta ávallt á hvaða stigi máls sem er ákveðið að leggja mál sitt fyrirdómstóla.

Álit kærunefndar eru gefin út í ársskýrslu nefndarinnar og einnig birt jafnóðum á netinu (www.neytendastofa.is). Nöfn einstaklinga og heimilisföng koma ekki fram við opinbera birtingu.